Elías fær mikið lof: „Getur allt og verður söluvara fyrir Midtjylland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 13:00 Elías Rafn fagnar sigri með U19 liði Midtjylland á síðustu leiktíð. vísir/getty Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“ Danski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“
Danski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira