„Hver á alla þessa Salem pakka af sígarettum?“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 20:30 Konurnar í Kvenfélaginu Einingu í Holtum hafa gengið um 75 kílómetra og týnt allt rusl, sem þær hafa séð við vegina í sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær. Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær.
Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira