Segja Fjallið móðan og másandi eftir aðeins nokkur hnefahögg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 09:00 Forsíðan á nýjasta myndbandi Hafþórs Júlíusar Björnssonar á Youtube síðunni. Mynd/Youtube „Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport. Box Kraftlyftingar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
„Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira