Dæmdur fyrir að fella níu aspir gróðursettar til minningar um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2020 08:00 Frá Flateyri. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar, dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa fellt aspirnar dagana 19. -21. júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að hann hafi átt íbúð í húsi við Drafnargötu frá árinu 2011 ásamt bróður sínum og lengi unnið að lagfæringum á húsinu og garðinum. Illa hirt Í dómnum segir að garðurinn hefði verið fullur af öspum og hafi ákærði haft samband við áhaldahús Ísafjarðarbæjar og óskað úrbóta, meðal annars á holum á göngustígum. „Aspirnar hefðu vaxið án þess að nokkuð hefði verið að gert. Húsið hjá sér hefði verið þakið kvoðu af öspunum og þær slegist í húsið. Síðastliðið sumar hefði drengur dottið á höfuðið á þessum stíg, um holu á stígnum og þá hefði hann fjarlægt aspirnar með því að saga þær niður. Ákærði kvaðst hafa ætlað að setja víði í staðinn fyrir aspirnar, þar sem bærinn sinnti þessu í engu og hefði ekki verið til í að koma til móts við sig í neinu. Þá kvaðst ákærði hafa fjarlægt trén á eigin kostnað og látið við það sitja að fylla holurnar sem mynduðust,“ segir í dómnum. Ákærði sagðist telja að hann hafi með fellingunum vera að gera sveitarfélaginu greiða frekar en hitt. Þá hafi enginn gert athugasemdir við framkvæmdirnar á meðan á þeim stóð. Ekki fallist á kröfur mannsins Í dómnum segir að segir að aspirnar hafi staðið þarna í áratugi og því yrði ekki fallist á það með manninum að óljóst hafi verið hver hafi verið raunverulegur eigandi trjánna. Sömuleiðis yrði ekki fallist á það með ákærða að starfandi bæjarstjóri á þessum tíma, Þórdísi Sig Sigurðardóttur hafi ekki haft umboð til að leggja fram kæru á hendur honum. Dómurinn var tekinn fyrir á síðasta bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar til kynningar. Hinn ákærði var sömuleiðis dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar.
Ísafjarðarbær Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira