Kortavelta ferðaskrifstofa dróst saman í maí á meðan áfengisverslun jókst verulega Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2020 10:30 Íslendingar keyptu íslenskar vörur og þjónustu í auknum mæli. Getty/Jeffrey Greenberg Kaup Íslendinga á innlendum vörum og þjónustu hefur aukist verulega á milli ára en kortavelta Íslendinga hér á landi var 13,6% hærri en á sama tíma árið 2019. Gögn rannsóknarseturs verslunarinnar sýna að Íslendingar ætla að ferðast innanlands í sumar en Íslendingar kaupa nú gistiþjónustu í auknum mæli. Innlend kortavelta gististaða jókst um helming og nam tæpum 600 milljónum samanborið við tæpar 400 milljónir í maí 2019. Aukningin er mest á netinu sem bendir til þess að Íslendingar vinni nú að skipulagningu ferða. Kortavelta á netinu nam 158 milljónum í maí 2020 samanborið við 36 milljónir í fyrra. Kortavelta ferðaskrifstofa dróst saman um 87% milli ára og nam einungis 161 milljón í ár samanborið við 1,3 milljarða í maí 2019. Í mars og apríl hafði kortavelta dregist saman um 13% sem bitnaði á seljendum og þjónustu. Verslun í maí var aftur á móti 22% hærri en í fyrra. Kortavelta í byggingavöruverslunum nam 4,4 milljörðum í maí og segir í tilkynningu RSV að líklega hafi velta í byggingavöruverslun aldrei verið jafnhá í einum mánuði. Áfengisverslun jókst í maí um 46% og kortavelta stórmarkaða og dagvöruverslana hækkaði um 20% í milli ára. Fataverslun náði sér eftir samdrátt í mars og apríl og jókst velta um 19% frá maí 2019. Tollfrjáls verslun dróst saman í tölfræði RSV um 97% og var eini flokkur verslunar sem dróst saman. Kortavelta snyrti- og heilsutengdrar þjónustu jókst um 88% milli maí-mánaða en mikil eftirspurn var eftir því að komast í klippingu til dæmis eftir að hluta samkomubanns var aflétt í byrjun maí. Verslun Samkomubann á Íslandi Áfengi og tóbak Greiðslumiðlun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Kaup Íslendinga á innlendum vörum og þjónustu hefur aukist verulega á milli ára en kortavelta Íslendinga hér á landi var 13,6% hærri en á sama tíma árið 2019. Gögn rannsóknarseturs verslunarinnar sýna að Íslendingar ætla að ferðast innanlands í sumar en Íslendingar kaupa nú gistiþjónustu í auknum mæli. Innlend kortavelta gististaða jókst um helming og nam tæpum 600 milljónum samanborið við tæpar 400 milljónir í maí 2019. Aukningin er mest á netinu sem bendir til þess að Íslendingar vinni nú að skipulagningu ferða. Kortavelta á netinu nam 158 milljónum í maí 2020 samanborið við 36 milljónir í fyrra. Kortavelta ferðaskrifstofa dróst saman um 87% milli ára og nam einungis 161 milljón í ár samanborið við 1,3 milljarða í maí 2019. Í mars og apríl hafði kortavelta dregist saman um 13% sem bitnaði á seljendum og þjónustu. Verslun í maí var aftur á móti 22% hærri en í fyrra. Kortavelta í byggingavöruverslunum nam 4,4 milljörðum í maí og segir í tilkynningu RSV að líklega hafi velta í byggingavöruverslun aldrei verið jafnhá í einum mánuði. Áfengisverslun jókst í maí um 46% og kortavelta stórmarkaða og dagvöruverslana hækkaði um 20% í milli ára. Fataverslun náði sér eftir samdrátt í mars og apríl og jókst velta um 19% frá maí 2019. Tollfrjáls verslun dróst saman í tölfræði RSV um 97% og var eini flokkur verslunar sem dróst saman. Kortavelta snyrti- og heilsutengdrar þjónustu jókst um 88% milli maí-mánaða en mikil eftirspurn var eftir því að komast í klippingu til dæmis eftir að hluta samkomubanns var aflétt í byrjun maí.
Verslun Samkomubann á Íslandi Áfengi og tóbak Greiðslumiðlun Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira