Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júní 2020 19:00 Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“ Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. Rannsóknin á morðinu á Palme er sú umfangsmesta í sögu Svíþjóðar. Engström var upphaflega vitni í málinu en á blaðamannafundi í morgun sagði Krister Petersson saksóknari að vitnisburður Engström og lýsingar hans á framvindunni hafi ekki passað við frásagnir allra annarra sem voru á vettvangi. Hann hafi haft aðgang að vopni sem gæti hafa verið notað. Eitt er þó víst, Engström verður ekki ákærður enda stytti hann sér aldur árið 2000. „Þar sem Stig Engström er látinn get ég ekki sótt hann til saka né yfirheyrt. Því hef ég ákveðið að rannsókninni sé nú lokið, enda sá grunaði látinn,“ sagði Petersson. Joakim Palme, sonur þeirra Olof og Lisbet forsætisráðherrahjóna, segist viss um að Engström sé sá seki. „Mér þykir saksóknarar hafa nýtt sönnunargögnin af vettvangi eins vel og hægt er og það dugar til að sannfæra mig um það hver sá seki er,“ sagði Joakim Palme. Stefan Löfven, núverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannafundar og sagði þetta afar tilfinningaþrunginn dag. „Í réttarríki er ekki ríkisstjórnarinnar að fella dóm né byggja ákvarðanir á niðurstöðu saksóknara. En sem manneskja og sem leiðtogi sama flokks og Olof Palme get ég sagt að þetta er afar tilfinningaþrunginn dagur. Besta leiðin til að binda endi á þetta hefði auðvitað verið að fá sakfellingu.“
Morðið á Olof Palme Svíþjóð Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira