Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2020 15:30 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020 Ísrael Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020
Ísrael Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent