Guðmundur Franklín sækir fylgi til Miðflokksins, eldra fólks og karla Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2020 18:37 Guðni Th. Jóhannesson ynni öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands í dag samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri. Guðmundur Franklín Jónsson fengi 7,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2.Stöð 2/Arnar Hall Könnunin var gerð dagana 3. til 10. júní með slembiúrtaki fólks af öllu landinu sem náð hefur átján ára aldri. Guðni Th. Jóhannesson nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem rétt tæplega 99 prósent kjósenda ætla að veita honum atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm Vísir/Grafík Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar tvö og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Karlar eru mun líklegri til að kjósa hann en konur eða 12,5 prósent karla en einungis 2,6 prósent kvenna myndu kjósa Guðmund Franklín. Vísir/Grafík Guðni nýtur mesta fylgis yngstu kjósendanna eða 98,4 prósenta í þeirra hópi. Forsetinn er með yfir nítíu prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá sextíu ára og eldri þar sem 16,1 prósent segjast ætla að kjósa Guðmund Franklín en 83,9 prósent Guðna. Vísir/Grafík Forsetinn nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri 99 prósent hyggjast kjósa Guðna. Sterkasti landsfjórðungur Guðmundar Franklín er Norðurland þar sem 13,3 prósent segjast styðja hann. Eins og í nýlegri könnun Gallup sækir Guðmundur Franklín fylgi sitt helst til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn í alþingsikosningum. Þar hefur fylgi hans þó dalað töluvert frá könnun Gallup og mælist nú 39,6 prósent en 60,4 prósent Miðflokkskjósenda myndu kjósa Guðna. Þá nýtur Guðmundur Franklín einnig tveggja stafa stuðnings frá kjósendum Flokks fólksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgið er aftur á móti í eins stafs tölum meðal kjósenda annarra flokka. Vísir/Grafík Samkvæmt þessu er Guðni nú að mælast með svipað fylgi og þegar boðið var fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur eftir að hún hafði setið í tvö kjörtímabil árið 1988. Fylgið er öllu meira en Ólafur Ragnar Grímsson fékk þegar fyrst var skorað á hann í forsetastóli árið 2004 en þá fékk hann 85,6 prósent atkvæða. Úrslit allra forsetakosninga á Íslandi frá 1952 til 2016.Vísir/Grafík Aldrei áður hefur verið skorað á forseta í kosningum eftir aðeins eitt kjörtímabil. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson mætast í fyrsta sinn í sjónvarpi í þættinum Baráttan um Bessastaði sem hefst á Stöð 2 klukkan 18:55. Þátturinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00 Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson ynni öruggan sigur ef kosið yrði um forseta Íslands í dag samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2. Guðmundur Franklín Jónsson sækir fylgi sitt helst til eldra fólks og kjósenda flokka til hægri. Guðmundur Franklín Jónsson fengi 7,6 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2.Stöð 2/Arnar Hall Könnunin var gerð dagana 3. til 10. júní með slembiúrtaki fólks af öllu landinu sem náð hefur átján ára aldri. Guðni Th. Jóhannesson nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem rétt tæplega 99 prósent kjósenda ætla að veita honum atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm Vísir/Grafík Guðni fengi 92,4 prósent atkvæða samkvæmt könnun Maskínu og Stöðvar tvö og Guðmundur Franklín 7,6 prósent. Karlar eru mun líklegri til að kjósa hann en konur eða 12,5 prósent karla en einungis 2,6 prósent kvenna myndu kjósa Guðmund Franklín. Vísir/Grafík Guðni nýtur mesta fylgis yngstu kjósendanna eða 98,4 prósenta í þeirra hópi. Forsetinn er með yfir nítíu prósenta fylgi í öllum aldurshópum nema hjá sextíu ára og eldri þar sem 16,1 prósent segjast ætla að kjósa Guðmund Franklín en 83,9 prósent Guðna. Vísir/Grafík Forsetinn nýtur mesta fylgis á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri 99 prósent hyggjast kjósa Guðna. Sterkasti landsfjórðungur Guðmundar Franklín er Norðurland þar sem 13,3 prósent segjast styðja hann. Eins og í nýlegri könnun Gallup sækir Guðmundur Franklín fylgi sitt helst til þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn í alþingsikosningum. Þar hefur fylgi hans þó dalað töluvert frá könnun Gallup og mælist nú 39,6 prósent en 60,4 prósent Miðflokkskjósenda myndu kjósa Guðna. Þá nýtur Guðmundur Franklín einnig tveggja stafa stuðnings frá kjósendum Flokks fólksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgið er aftur á móti í eins stafs tölum meðal kjósenda annarra flokka. Vísir/Grafík Samkvæmt þessu er Guðni nú að mælast með svipað fylgi og þegar boðið var fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur eftir að hún hafði setið í tvö kjörtímabil árið 1988. Fylgið er öllu meira en Ólafur Ragnar Grímsson fékk þegar fyrst var skorað á hann í forsetastóli árið 2004 en þá fékk hann 85,6 prósent atkvæða. Úrslit allra forsetakosninga á Íslandi frá 1952 til 2016.Vísir/Grafík Aldrei áður hefur verið skorað á forseta í kosningum eftir aðeins eitt kjörtímabil. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson mætast í fyrsta sinn í sjónvarpi í þættinum Baráttan um Bessastaði sem hefst á Stöð 2 klukkan 18:55. Þátturinn er í beinni útsendingu og opinni dagskrá.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00 Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld Þetta verða fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðendanna tveggja fyrir forsetakosningarnar sem fram fara laugardaginn 27. júní. 11. júní 2020 15:00
Guðni með yfirburðarfylgi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent. 3. júní 2020 18:17
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23
Forsetinn skilar inn framboði sínu til forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti í dómsmálaráðuneytið klukkan 13:30 í dag til þess að skila inn framboði sínu til forseta. 22. maí 2020 13:36