Segir framgöngu lögreglunnar í Bandaríkjunum hræðilegt mál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2020 17:58 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA „Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
„Þetta er auðvitað hræðilegt mál. Að ganga þannig fram gagnvart þessum manni á sér engar eðlilegar skýringar enda er niðurstaðan sú að þeir drepa hann þarna og hann deyr við þessar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um dauða George Floyd í fimmtánda þætti Pólitíkurinnar, hlaðvarps Sjálfstæðisflokksins, sem birtur var í dag. „Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta er ekki bara þetta. Það er eitthvað undirliggjandi og fólk hefur upplifað misrétti,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að nýta rödd okkar, tala gegn misrétti og mannréttindabrotum og nýta okkur okkar stöðu. „Það er okkar skylda, sem erum svo lánsöm að búa við þessi sjálfsögðu gildi, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að aðrir jarðarbúar geti fengið að njóta þess.“ „Við Íslendingar erum ekkert að fara að breyta hlutunum í grundvallaratriðum. Við getum ekki beitt neina þvingunum eða neitt slík en við getum hins vegar látið rödd okkar heyrast. Gengið á undan með góðu fordæmi og þetta er eitthvað sem okkur finnst sjálfsagt en er ekkert svo sjálfsagt.“ Hann sagði ljóst að hlutirnir hafi miðast í rétta átt en eitthvað í Bandarísku þjóðfélagi sé til staðar undir niðri sem þurfi að taka á. „Við skulum ekki halda það að fólk sé ekki að láta lífið út af atgöngu lögreglumanna eða yfirvalda út um allan heim. Og reyndar er það þannig að við Íslendingar ásamt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við réttindin sem okkur finnst vera alveg sjálfsögð.“ „Það sem verst er er að hlutirnir að mörgu leyti eru að fara í ranga átt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dauði George Floyd Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39 Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36
Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. 11. júní 2020 07:39
Mæta Bæjurum í „Black Lives Matter“ treyjum Leikmenn Eintracht Frankfurt spila í sérstökum keppnistreyjum í kvöld þegar liðið sækir Bayern München heims í undanúrslitum þýska bikarsins. 10. júní 2020 17:00