Mannleg mistök orsök strands við Helguvík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 18:24 Fjordvik strandaði í Helguvík í nóvember 2018. Vísir/Jóhann K. Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla. Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla.
Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira