Helgi: Við ráðumst á bráðina þegar tækifæri gefast til Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júní 2020 20:15 Helgi var hress eftir leik. vísir/daníel þór „Við komum ákveðnir til leiks og vorum komnir tveimur mörkum yfir snemma. Við gáfum aðeins eftir og þeir voru hættulegir í föstum leikatriðum. Við löguðum það í hálfleik og heilt yfir vorum við mun betra liðið inni á vellinum og fengum fullt af færum. Það var svekkjandi að fá á sig markið í lokin en við erum ánægðir með 5-1 sigur,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir sigurinn örugga gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum. Eyjaliðið leit mjög vel út í leiknum, vel spilandi og mikil barátta og vilji hjá leikmönnum. „Ég er mjög sáttur og þetta kom mér ekkert á óvart. Við erum búnir að vera svona í allan vetur og það er kraftur í okkur og hungur, ekki bara í þeim 11 sem byrja heldur í öllum hópnum og það eru allir tilbúnir að sanna sig.“ „Við erum klárir í þetta og vildum sýna okkar fólki og okkur sjálfum að við ætlum okkur að koma sterkir inn í tímabilið og mæta með gott sjálfstraust inn í Íslandsmótið um næstu helgi.“ Aðspurður sagðist Helgi ekki hafa áhyggjur af því að erfitt yrði að halda mönnum á jörðinni eftir þennan sigur. „Það verður þá bara að koma í ljós hvort það verður erfitt eða ekki, það hefur allavega ekki verið það hingað til. Menn eru bara hungraðir og vilja meira og meira. Við ráðumst bara á bráðina þegar tækifæri gefast til.“ „Við fögnum vel í dag en næst er bara Íslandsmótið gegn Magna og við fáum ekkert þar fyrir það sem við gerðum hér. Við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu til að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði Helgi að lokum. ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
„Við komum ákveðnir til leiks og vorum komnir tveimur mörkum yfir snemma. Við gáfum aðeins eftir og þeir voru hættulegir í föstum leikatriðum. Við löguðum það í hálfleik og heilt yfir vorum við mun betra liðið inni á vellinum og fengum fullt af færum. Það var svekkjandi að fá á sig markið í lokin en við erum ánægðir með 5-1 sigur,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir sigurinn örugga gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum. Eyjaliðið leit mjög vel út í leiknum, vel spilandi og mikil barátta og vilji hjá leikmönnum. „Ég er mjög sáttur og þetta kom mér ekkert á óvart. Við erum búnir að vera svona í allan vetur og það er kraftur í okkur og hungur, ekki bara í þeim 11 sem byrja heldur í öllum hópnum og það eru allir tilbúnir að sanna sig.“ „Við erum klárir í þetta og vildum sýna okkar fólki og okkur sjálfum að við ætlum okkur að koma sterkir inn í tímabilið og mæta með gott sjálfstraust inn í Íslandsmótið um næstu helgi.“ Aðspurður sagðist Helgi ekki hafa áhyggjur af því að erfitt yrði að halda mönnum á jörðinni eftir þennan sigur. „Það verður þá bara að koma í ljós hvort það verður erfitt eða ekki, það hefur allavega ekki verið það hingað til. Menn eru bara hungraðir og vilja meira og meira. Við ráðumst bara á bráðina þegar tækifæri gefast til.“ „Við fögnum vel í dag en næst er bara Íslandsmótið gegn Magna og við fáum ekkert þar fyrir það sem við gerðum hér. Við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu til að fá eitthvað út úr þeim leik,“ sagði Helgi að lokum.
ÍBV Mjólkurbikarinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn