Napoli tryggði sér sæti í úrslitum ítalska bikarsins í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Inter.
Napoli vann fyrri leik liðanna á San Siro 1-0 og áttu því eins marks forskot á Inter fyrir viðureignina í Napólí í kvöld.
Christian Eriksen kom Inter yfir strax á 2. mínútu leiksins og setti þar með mikla pressu á Napoli að koma inn marki. Dries Mertens náði að jafna leikinn á 41. mínútu og þurftu Inter-menn því að skora annað mark.
Það hafðist ekki þrátt fyrir að Mílanó-liðið hafi verið töluvert meira með boltann og ógnað markinu mun meira. Samanlögð úrslit eftir báða leikina 2-1 fyrir Napoli og munu þeir mæta Ítalíumeisturum Juventus í bikarúrslitunum þann 17. júní.