Nýr Landsbanki sprottinn upp úr jörðinni Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2020 23:52 Frá byggingasvæðinu. Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið. Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið.
Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira