Fabregas vill að tekið sé hart á kynþáttaníð á vellinum Ísak Hallmundarson skrifar 14. júní 2020 21:00 Fabregas í leik með Monaco. getty/ Jeroen Meuwsen Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum. Franski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira
Cesc Fabregas, leikmaður AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, tjáði sig um fordóma innan fótboltaheimsins í nýlegu viðtali við Guardian. Mikið hefur verið rætt um fordóma á íþróttavöllum undanfarin ár og nýlega hafa íþróttamenn úr ólíkum áttum lýst yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. ,,Það ríkir mikil afneitun á leikvöngunum, fólk er að níðast á þér vegna húðlitar, það er heimskulegt. Þetta er búið að vera í gangi ár eftir ár, það er kominn tíma til að opna muninn og bregðast við. Ef það þarf að loka völlunum og setja fólk í bann ættum við að gera það. Ef þeir þurfa að fara í fangelsi, þá eiga þeir að fara í fangelsi, hvað sem þarf að gera þarf að gera í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Cesc Fabregas um þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað varðandi kynþáttafordóma í íþróttum undanfarið. ,,Það munu alltaf vera einhverjir fávitar sem vilja skemma partýið, en þeir ættu að gjalda fyrir það dýru gjaldi. Þetta á ekki að viðgangast lengur, hvorki í íþróttum né í heiminum öllum.“ Þá kom Fabregas einnig inn á þann möguleika að einhver í fótboltaheiminum myndi koma út úr skápnum í framtíðinni. ,,Í framtíðinni mun einhver í fótboltanum koma út sem samkynhneigður. Líklega mun flestum finnast það skrýtið til að byrja með og ég er viss um að einhverjir fáfróðir aðilar muni vera með skítkast út af því. En síðan munu fleiri og fleiri koma út þar til það þykir orðið eðlilegt og við lítum á það sem eðlilegan hlut. Þetta mun gerast einn daginn og ég vona að við stöndum saman hvað sem gerist,“ sagði hann að lokum.
Franski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira