Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2020 23:09 Flaggskip Grænlendinga siglir inn Viðeyjarsund síðdegis í fyrstu ferðinni til Íslands eftir að siglingsamstarf Royal Arctic Line og Eimskips hófst formlega, sem var 12. júní. Skipið kom frá Danmörku, hlaðið varningi til Íslands, en tekur jafnframt drjúgan farm í Reykjavík til að sigla með áfram til Nuuk. Stöð 2/KMU. Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skipið er glænýtt í eigu Royal Arctic Line, skipafélags grænlensku landsstjórnarinnar, og er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast og jafnframt systurskip stærstu kaupskipa Íslendinga; Dettifoss, sem er á leiðinni til landsins, og Brúarfoss, sem kemur í haust. Eimskip og Royal Arctic Line réðust saman í smíði skipanna þriggja í Kína fyrir þremur árum en jafnhliða ákváðu félögin að samnýta skipin þannig að Grænlendingar nýta Reykjavík sem uppskipunarmiðstöð og fossarnir sigla til Nuuk. Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, í Sundahöfn síðdegis. Viðlegukanturinn var sérstaklega byggður vegna komu systurskipanna þriggja.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Já, þetta eru vissulega merk tímamót. Ég kannski vil ekki taka svo djúpt í árina að segja að þetta sé liður í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. En að einhverju leyti eru þeir þó að fara undan Dönum og í samstarf við Íslendinga,“ segir Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. „Og ég veit að Grænlendingar binda miklar vonir við að samstarfið við Eimskip muni opna frekari dyr fyrir samfélagið þar víðar heldur en bara til og frá Danmörku.“ Tukuma Arctica er stærsta skip sem Grænlendingar hafa eignast, á sama hátt og systurskipin Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip Íslendinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Dettifoss er svo væntanlegur eftir réttan mánuð og ef menn vilja vita hvernig hann lítur út þá er það nákvæmlega eins og þetta ferlíki, 180 metra langt og 31 metra breitt skip, nema Dettifoss og Brúarfoss verða ekki rauðir heldur svartir og hvítir, í litum Eimskips. „Svo er þetta líka risastór liður í endurnýjun okkar skipaflota, í víðu samhengi, ekki síst varðandi umhverfisþáttinn. En þessi skip munu verða ákaflega umhverfisvæn per flutta gámaeiningu,“ segir forstjóri Eimskips. Dettifoss var í kvöld á Gíbraltarsundi á leiðinni úr Miðjarðarhafi í Atlantshaf, samkvæmt Marinetraffic.com. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skipaflutningar Grænland Danmörk Tengdar fréttir Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Dettifoss sýndur á margföldum hraða sigla í gegnum Súesskurð Sigling Dettifoss, nýjasta skips Eimskips, í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi í gær tók um tíu klukkustundir. Á myndbandinu sem fylgir fréttinni er búið að hraða siglingunni um þennan 193 kílómetra langa skipaskurð niður í fjórar og hálfa mínútu. 11. júní 2020 19:31
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Eimskip losar sig við Goðafoss og Laxfoss Samhliða breytingum á gámasiglingakerfi Eimskipa hefur félagið ákveðið að losa sig við tvö skip í rekstri. 31. mars 2020 08:58
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent