Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 09:05 Atletico Madrid er að öllum líkindum á leið til Lissabon en þeir slógu ríkjandi Evrópumeistarana í Liverpool út fyrr á árinu. Simon Stacpoole/Getty Images Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira