Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 13:27 Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun. Vísir/Jói K Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu. Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu.
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira