Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 16:45 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AP/Francisco Seco Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. AP greinir frá. Nú hafa yfir 5.000 Svíar látist í faraldrinum. Minningarathöfnin var fimmtán mínútur að lengd og vottuðu þingmennirnir 349 hinum látnu virðingu sína með mínútu langri þögn. Aðferðir þær sem sænska ríkisstjórnin hefur beitt vegna faraldursins hafa verið gagnrýndar en stjórnvöld standa þétt við þær. „Þetta er fyrir þau sem hafa misst vinnuna, heilsu eða látið lífið,“ sagði Andreas Norlen forseti Riksdag. „Við segjum nú við alla þá sem sakna og syrgja, þið eruð ekki ein.“ Tilkynnt hefur verið um 5.041 andlát í Svíþjóð af völdum veirunnar og eru áhrif hennar lang mest í Svíþjóð af öllum Norðurlöndunum, fjöldi andláta á degi hverjum hefur þó minnkað á síðustu vikum og hefur nú næstum náð eðlilegum fjölda eftir að hafa náð hámarki í apríl. Fjölmörg ríki Evrópu hafa sett takmarkanir á komur ferðafólks frá Svíþjóð, þar á meðal Norðurlöndin. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sagði það nokkuð furðulegt að vinaþjóðir Svía hefðu ekki opnað fyrir ferðalög þeirra til landanna. Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, sagði í dag að í lok mánaðar verði reglum um ferðalög utan landsteinanna til 10 Evrópuríkja breytt. Löndin eru Grikkland, Króatía, Spánn, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Frakkland, Ísland, Belgía, Sviss og Lúxemborg. Enn verða takmarkanir sett á ferðalög til Noregs og Svíþjóðar auk ríkja utan Evrópu. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. AP greinir frá. Nú hafa yfir 5.000 Svíar látist í faraldrinum. Minningarathöfnin var fimmtán mínútur að lengd og vottuðu þingmennirnir 349 hinum látnu virðingu sína með mínútu langri þögn. Aðferðir þær sem sænska ríkisstjórnin hefur beitt vegna faraldursins hafa verið gagnrýndar en stjórnvöld standa þétt við þær. „Þetta er fyrir þau sem hafa misst vinnuna, heilsu eða látið lífið,“ sagði Andreas Norlen forseti Riksdag. „Við segjum nú við alla þá sem sakna og syrgja, þið eruð ekki ein.“ Tilkynnt hefur verið um 5.041 andlát í Svíþjóð af völdum veirunnar og eru áhrif hennar lang mest í Svíþjóð af öllum Norðurlöndunum, fjöldi andláta á degi hverjum hefur þó minnkað á síðustu vikum og hefur nú næstum náð eðlilegum fjölda eftir að hafa náð hámarki í apríl. Fjölmörg ríki Evrópu hafa sett takmarkanir á komur ferðafólks frá Svíþjóð, þar á meðal Norðurlöndin. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sagði það nokkuð furðulegt að vinaþjóðir Svía hefðu ekki opnað fyrir ferðalög þeirra til landanna. Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Ann Linde, sagði í dag að í lok mánaðar verði reglum um ferðalög utan landsteinanna til 10 Evrópuríkja breytt. Löndin eru Grikkland, Króatía, Spánn, Ítalía, Portúgal, Slóvenía, Frakkland, Ísland, Belgía, Sviss og Lúxemborg. Enn verða takmarkanir sett á ferðalög til Noregs og Svíþjóðar auk ríkja utan Evrópu.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira