Alfreð Finnbogason var í fyrsta sinn í byrjunarliði Augsburg í fjóra mánuði í kvöld er liðið tapaði 3-1 fyrir Hoffenheim á heimavelli í þriðju síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.
Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og svo skall kórónuveiran á en síðasti leikurinn sem hann hafði byrjað inn á, fyrir leik kvöldsins, var þann 15. febrúar í 1-1 jafntefli gegn Freiburg.Alfreð spilaði í 65 mínútur en Augsburg lenti 2-0 undir í leiknum.
Liðið er í 14. sætinu, sex stigum frá umspilssæti um fall, og er því afar ólíklegt að liðið endi í fallbaráttu í síðustu tveimur umferðunum.
Enjoying a bit more possession and our first shot on target!#FCATSG | 0-0 (17') pic.twitter.com/l2495sEFJx
— FC Augsburg (@FCA_World) June 17, 2020
Borussia Dortmund tapaði nokkuð óvænt 2-0 fyrir Mainz á heimavelli. Dortmund er þó áfram í 2. sætinu en Mainz er í 15. sæti deildarinnar, sex stigum frá fallsæti.
Leipzig gerði 2-2 jafntefli við Fortuna Dusseldorf og er í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Dortmund. Kevin Kampl og Timo Werner skoruðu mörk Leipzig.
Timo Werner is the first German player to score 26+ goals in a single Bundesliga season since Mario Gomez (26) in 2011/12. pic.twitter.com/nIc4Oiqilk
— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020