Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu ekki brot á siðareglum Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 16:58 Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu reyndist gríðarlega umdeilt, það var kært til Siðanefndar BÍ sem nú hefur úrskurðað að viðtalið stangist ekki á við siðareglur. Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“ Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“
Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent