Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2020 23:41 Frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var við hæfi að grænlensk stjórnvöld kynntu breyttar reglur á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Nýjar tilslakanir um það hverjir mega núna ferðast til Grænlands snúa nefnilega eingöngu að Íslendingum. Áður var aðeins íbúum danska ríkjasambandsins, Dönum, Færeyingum og auðvitað Grænlendingum sjálfum leyft að koma til landsins, án strangra skilyrða, en núna er búið að bæta Íslendingum í hópinn. Og það sem meira er: Íslendingar njóta núna meiri forréttinda heldur en Danir því þeir sem koma til Grænlands frá Kaupmannahöfn verða að fara í tveggja vikna heimasóttkví eða láta skima fyrir veirunni innan fimm daga. Íslendingar, sem koma beint frá Íslandi, sem og Færeyingar, þurfa enga sóttkví og leyfist að fara beint á kaffihús og í verslanir á Grænlandi, að því er grænlenska fréttastöðin KNR greindi frá. Allt flug Air Iceland Connect til Grænlands hefur legið niðri frá því kórónufaraldurinn blossaði upp. Félagið tilkynnti þann 15. júní að það myndi hefja flug til Nuuk einu sinni í viku í júlí á föstudögum. Engar ákvarðanir liggja fyrir um flug til annarra áfangastaða félagsins á Grænlandi. „Við fylgjumst vel með stöðunni og erum stöðugt að yfirfara áætlanir okkar miðað við nýjar forsendur og munum bregðast við í samræmi við það. En eins og staðan er núna teljum við ekki raunhæft að setja upp meira flug en þetta í júlí til Grænlands,“ segir Þóra Eggertsdóttir, forstöðumaður innanlandsflugs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. 7. maí 2020 22:00