Aflýsa beinu flugi til Akureyrar frá Hollandi í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júní 2020 10:08 Hollenska ferðaskrifstofan Voigt bauð meðal annars upp á flug milli Akureyrar og Rotterdam með hollenska flugfélaginu Transavia síðastliðið sumar. Vísir/Tryggvi Páll Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Gert var ráð fyrir vikulegum flugferðum fá milli Rotterdam og Akureyrar í sumar, líkt og sumarið 2019. Sumaráætlunin átti að hefjast í byrjun júní en var slegið á frest vegna óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Í dag tilkynnti hollenska ferðaskrifstofan hins vegar að hún hefði aflýst öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, og þar á meðal til Akureyrar. Ekkert verður því af beinu flugi á milli Hollands og Akureyrar í sumar. Í tilkynningu frá Markaðsstofunni segir að vegna óvissunnar um ferðalög í kjölfar Covid-19 hafi flestir farþegar Voigt Travel afbókað sínar ferðir í sumar. Um 2/3 hlutar Hollendinga hyggjast ekki ferðast til annarra landa á þessu ári og þeir sem ætla út fyrir landsteinana horfa helst til næstu nágrannalanda. Grundvöllur fyrir flugi í sumar var því brostinn. „Hins vegar eru áform Voigt Travel um flugferðir á næsta ári óbreytt. Stefnt er að 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar frá og með 10. febrúar og svo vikulegu flugi næsta sumar,“ segir í tilkynningunni. „Covid 19 faraldurinn varð til þess að við þurftum að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa flugi okkar í sumar. En við horfum til bjartari tíma á næsta ári. Við höfum trú á áfangastaðnum Norðurlandi og viljum halda áfram að byggja á því góða samstarfi sem við höfum átt við ferðaþjónustuaðila þar“ er haft eftir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel í tilkynningunni. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Gert var ráð fyrir vikulegum flugferðum fá milli Rotterdam og Akureyrar í sumar, líkt og sumarið 2019. Sumaráætlunin átti að hefjast í byrjun júní en var slegið á frest vegna óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Í dag tilkynnti hollenska ferðaskrifstofan hins vegar að hún hefði aflýst öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, og þar á meðal til Akureyrar. Ekkert verður því af beinu flugi á milli Hollands og Akureyrar í sumar. Í tilkynningu frá Markaðsstofunni segir að vegna óvissunnar um ferðalög í kjölfar Covid-19 hafi flestir farþegar Voigt Travel afbókað sínar ferðir í sumar. Um 2/3 hlutar Hollendinga hyggjast ekki ferðast til annarra landa á þessu ári og þeir sem ætla út fyrir landsteinana horfa helst til næstu nágrannalanda. Grundvöllur fyrir flugi í sumar var því brostinn. „Hins vegar eru áform Voigt Travel um flugferðir á næsta ári óbreytt. Stefnt er að 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar frá og með 10. febrúar og svo vikulegu flugi næsta sumar,“ segir í tilkynningunni. „Covid 19 faraldurinn varð til þess að við þurftum að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa flugi okkar í sumar. En við horfum til bjartari tíma á næsta ári. Við höfum trú á áfangastaðnum Norðurlandi og viljum halda áfram að byggja á því góða samstarfi sem við höfum átt við ferðaþjónustuaðila þar“ er haft eftir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel í tilkynningunni.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira