Chelsea gerði góða ferð til Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þeir sóttu þrjú stig á Villa Park, heimavöll Aston Villa.
Heimamenn í Aston Villa leiddu í leikhléi eftir mark frá Kortney Hause á markamínútunni, þeirri fertugustu og þriðju.
Chelsea tókst að snúa leiknum sér í vil á tveimur mínútum því varamaðurinn Christian Pulisic jafnaði metin á 60.mínútu og nokkrum sekúndum síðar kom Olivier Giroud sínu liði í forystu.
Reyndust 1-2 lokatölur leiksins og styrkti Chelsea þar með stöðu sína í 4.sæti deildarinnar á meðan Aston Villa er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar.