Ríkisstjórnin styður við endurnýjun björgunarbáta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. júní 2020 07:00 Þrettán björgunarbátar eru hringinn í kringum landið. Sá elsti þeirra er fjörutíu og þriggja ára. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira