Golf

Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir

Ísak Hallmundarson skrifar
Webb Simpson er einn af fjórum kylfingum sem leiða fyrir lokadaginn á morgun.
Webb Simpson er einn af fjórum kylfingum sem leiða fyrir lokadaginn á morgun. getty/Sam Greenwood

Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag.

Þeir Tyrrell Hatton, Abraham Ancer, Ryan Palmer og Webb Simpson eru jafnir í efsta sæti fyrir lokahringinn, á -15 höggum eins og áður sagði, en á eftir þeim koma þrír kylfingar einu höggi á eftir, eða á -14 höggum. Meðal þeirra er Daniel Berger sem vann Challenge-mótið síðustu helgi. 

Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum, er á tíu höggum undir pari fyrir lokadaginn og því fimm höggum á eftir efstu mönnum, en hann þarf að eiga draumahring á morgun ætli hann sér að vinna mótið. Sergio Garcia og Ian Poulter eru á þrettán höggum undir pari og Dustin Johnson er á tólf höggum undir pari. 

Það verður því mikil spenna á lokahringnum á morgun en bein útsending hefst kl. 17:00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×