Rígmontinn af humarlistaverki við Hafið bláa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 19:15 Hjónin Hannes og Þórhildur á Hrauni í Ölfusi og eigendur af veitingastaðnum Hafinu Bláa í Ölfusi við humarlistaverkið á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við. Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Þeir sem eiga leið um Ölfusið fram hjá Hafinu bláa ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir sjá risa humar á þurru landi einn og yfirgefinn. Ástæðan er sú að hér er um sex metra mannhæðarháan humar að ræða, sem er listaverk eftir skipstjóra úr Þorlákshöfn og tileinkað hetjum hafsins. Listaverkið sem heitir „Humar við hafið“ var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á 17. júní að viðstöddu fjölmenni. Verkið er allt hið glæsilegasta en hugmyndin að því áttu hjónin á Hrauni í Ölfusi, þau Þórhildur Ólafsdóttir og Hannes Sigurðsson, eigendur Hafsins bláa. Listamaðurinn er sjómaður í Þorlákshöfn en verkið heitir „Humar við hafið“. „Verkið er mótað úr hvítu einangrunarplasti og svo járngrind inn í og svo er þetta trefjaplast og svo málaði ég humarinn. Það tók mig fjóra mánuði að vinna verkið en það var skemmtilegt og krefjandi,“ segir Kjartan B. Sigurðsson skipstjóri í Þorlákshöfn og listamaður verksins. Humarinn er sex metrar og mannhæðarhár. Verkið heitir „Humar við hafið“ og var unnið af listamanninum og skipstjóranum Kjartani B. Sigurðssyni í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Humarinn er tileinkaður íslenska sjómanninum, en af hverju er það? „Okkur finnst það bara eðlilegt, við erum hér við Hafið bláa, veitingastað, sem stendur hér á fjörukambinum við Skötubótina og Selvogsbankann framundan og mikil humarmið voru hér á árum áður og hér er örstutt til Eyrarbakka. Þar var reyndar fyrsta humarútgerð á Íslandi, sem að heitið gat 1954,“ segir Hannes. Hannes segist vera mjög stoltur af nýja listaverkinu. „Já, ég er alveg rígmontinn, þetta er glæsilegt og handverkið ber listamanninum vott um snilli. Ég er alveg viss um að margir munu láta mynda sig við verkið í sumar enda er það afbragðs mótíf,“ bætir Hannes við.
Ölfus Styttur og útilistaverk Handverk Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira