Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir sagði hingað og ekki lengra á dögunum og ný grein hjá New York Times gerir ekkert annað en að sýna og sanna af hverju. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur rætt opinberlega um þá karlrembu og kvenfyrirlitningu sem var lýði hjá höfuðstöðvum CrossFit og sá hryllingur er einmitt til umfjöllunar í nýrri grein hjá bandaríska stórblaðinu New York Times. Katrín Tanja sagði hingað og ekki lengra þegar hún var búin að heyra nóg af sögum um meðferð kvenna hjá karlrembunum í höfuðstöðvum CrossFit samtakanna og þeir sem vilja fá dæmi um slíkt ættu að lesa þessa mjög afhjúpandi grein. CrossFit co-founder Greg Glassman was exposed for racist antics just a few weeks ago. Today we learn of CrossFit s sexist culture, including that wetpussy was the wifi password at a company office and Glassman s home.Racism ?? Sexism https://t.co/HJOi68Obk6— Staying in the Game (@AdrienneLaw) June 21, 2020 Greg Glassman á CrossFit. Hann bjó CrossFit til og er eini eigandinn. Hann bjó með því til heim sem hefur hjálpað svo mörgum að snúa við lífi sínu og fært mörgum endalaus tækifæri til að upplifa drauma sína. Eigandi CrossFit er hins vegar ekki mikið fyrir jafnrétti hvort sem það er varðandi kynþætti eða kynferði. Einræðisherra CrossFit samtakanna Greg Glassman hraktist úr stöðu framkvæmdastjóra á dögunum vegna eftirmála rasískra ummæla hans en nú hafa komið fram í dagsljósið hryllilegar sögur af því sem gekk á bak við tjöldin hjá fyrirtækinu. Karlremba og kvenfyrirlitning hjá höfuðstöðvum CrossFit samtakanna er nefnilega efnið í ítarlegri rannsóknargrein hjá bandaríska stórblaðinu New York Times. Katrín Tanja Davíðsdóttir deilir hér New York Times á Instagram.Skjámynd/Instagram Katherine Rosman hjá New York Times talaði þá við átta fyrrum starfsmenn hjá höfuðstöðvum CrossFit samtakanna sem og að hún heyrði hljóðið í fjórum íþróttamönnum sem hafa sterk tengsl við höfuðstöðvarnar. Eftir þessi viðtöl kom vel í ljós hvernig kvennfyrirlitning og kynferðisleg áreitni fékk að lifa góðu lífi innan raða samtakanna og ekki síst vegna hegðunar einræðisherrans. Katrín Tanja Davíðsdóttir deildi fréttinni á Instagram og skrifað við „Yuck“ eða bara „oj“ á íslensku. „Meira af ógeðslegum fréttum en þetta er þess virði að lesa til að átta sig á því á móti hverju við þurfum að berjast,“ skrifaði Katrín Tanja. Eitt það sem er mest sláandi en um leið eitthvað sem segir meira um þúsund orð um vinnuumhverfið hjá CrossFit er lykilorðið inn á netið á skrifstofu CrossFit samtakanna í San Dirego sem var það sama og hjá Greg Glassman sjálfum. Þrír fyrrum starfsmenn CrossFit samtakanna sögðu New York Times frá þessu dónalega lykilorðið eins og Mourning Chalk up vekur athygli á hér fyrir neðan. Viðtölin sýna það síðan svart á hvítu hversu mikið var um augljós og dónaleg samtöl um kvenfólk innan höfuðstöðvanna. Þar var talað um líkama kvennanna á klúran hátt og hvernig karlmennirnir, einkum Greg Glassman, vildu stunda kynlíf með þeim og hversu heppnar þær væru að hann hefði svo mikinn áhuga á þeim. View this post on Instagram Breaking news out of the New York Times diving deep inside the sexist company culture fostered by Greg Glassman. ___ #crossfit #nytimes A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 20, 2020 at 2:11pm PDT Í samtölunum kom líka fram að hinn 63 ára gamli Glassman talaði ítrekað niður til kvenna, hann stundaði það að toga í föt þeirra til að sjá í brjóstin sem og að stilla símamyndvél sinni þannig að hann gat tekið mynd af brjóstum þegar konurnar ferðuðust með honum í vinnuferðum. Glassman átti það líka til að pressa konurnar að deila með sér hótelherbergi eða húsi sem hann leigði. Karlkyns starfsmenn CrossFit samtakanna áttu, samkvæmt fyrrum starfsmanni, að vera með lista í gangi með íþróttakonunum innan CrossFit þar sem þeir röðuðu þeim upp eftir því hversu mikið þeir vildu stunda kynlíf með þeim. Glassmann neitar því þó í gegnum talskonu sína. Fyrrum starfsmenn CrossFit samtakanna sögðu að ekki hafi komið til greina að kæra framkomu Glassmann af því hann væri eini eigandinn og einræðisherra innan samtakanna. Einn starfsmannanna vildi ekki koma fram undir nafni og hann kom Glassmann til varnar. „Ég vil ekki mála einhvern sem vonda manneskju af því að það sé möguleiki á því að hann líti niður á konur,“ hafði blaðamaðurinn eftir honum. Talskona CrossFit samtakanna ræddi líka við blaðakonuna og sagði að Glassman segir sjálfur að ekkert væri til í þessum ásökunum. Talskonan sjálf sagði líka að hann kæmi alltaf fram við hana sjálfa af virðingu. Talskonan hélt því einnig fram að fólk væri með þessu að reyna að lækka virði CrossFit til þess að geta auðvelda sér það að kaupa það síðar. „Fólk er að vinna af því í sameiningu að reyna að fella gengi fyrirtækisins og kaupa það síðan seinna fyrir lítið,“ sagði talskonan. Lauren Jenai, fyrrum eiginkona Glassmann, stofnaði CrossFit með honum. Hún tekur undir orð fyrrum starfsmanna CrossFit og að hún hafi verið vitni af þessu áður en hún skildi við hann árið 2013. „Hann er faðir barna minna. Mér þykir vænt um Greg og um CrossFit en það þarf að taka á þessu. Þetta er hundrað prósent satt. Þessi kynferðilega áreitni er á hverjum degi og allan daginn,“ sagði Lauren Jenai sem fékk á sínum tíma 20 milljónir dollara frá Greg Glassman fyrir eignarrétt inn á CrossFit. Talskona CrossFit heldur því fram að Lauren Jenai ætli sér að eignast CrossFit sjálf og þess vegna sé hún að tjá sig við New York Times. Það á eftir að koma í ljós hverjir eftirmálar þessarar fréttar verða en menn skilja væntanlega enn betur hörð viðbrögð Katrínar Tönju Davíðsdóttur í þessu máli. Þessu þarf að breyta og það strax í gær. CrossFit Tengdar fréttir Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Enn einn Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur rætt opinberlega um þá karlrembu og kvenfyrirlitningu sem var lýði hjá höfuðstöðvum CrossFit og sá hryllingur er einmitt til umfjöllunar í nýrri grein hjá bandaríska stórblaðinu New York Times. Katrín Tanja sagði hingað og ekki lengra þegar hún var búin að heyra nóg af sögum um meðferð kvenna hjá karlrembunum í höfuðstöðvum CrossFit samtakanna og þeir sem vilja fá dæmi um slíkt ættu að lesa þessa mjög afhjúpandi grein. CrossFit co-founder Greg Glassman was exposed for racist antics just a few weeks ago. Today we learn of CrossFit s sexist culture, including that wetpussy was the wifi password at a company office and Glassman s home.Racism ?? Sexism https://t.co/HJOi68Obk6— Staying in the Game (@AdrienneLaw) June 21, 2020 Greg Glassman á CrossFit. Hann bjó CrossFit til og er eini eigandinn. Hann bjó með því til heim sem hefur hjálpað svo mörgum að snúa við lífi sínu og fært mörgum endalaus tækifæri til að upplifa drauma sína. Eigandi CrossFit er hins vegar ekki mikið fyrir jafnrétti hvort sem það er varðandi kynþætti eða kynferði. Einræðisherra CrossFit samtakanna Greg Glassman hraktist úr stöðu framkvæmdastjóra á dögunum vegna eftirmála rasískra ummæla hans en nú hafa komið fram í dagsljósið hryllilegar sögur af því sem gekk á bak við tjöldin hjá fyrirtækinu. Karlremba og kvenfyrirlitning hjá höfuðstöðvum CrossFit samtakanna er nefnilega efnið í ítarlegri rannsóknargrein hjá bandaríska stórblaðinu New York Times. Katrín Tanja Davíðsdóttir deilir hér New York Times á Instagram.Skjámynd/Instagram Katherine Rosman hjá New York Times talaði þá við átta fyrrum starfsmenn hjá höfuðstöðvum CrossFit samtakanna sem og að hún heyrði hljóðið í fjórum íþróttamönnum sem hafa sterk tengsl við höfuðstöðvarnar. Eftir þessi viðtöl kom vel í ljós hvernig kvennfyrirlitning og kynferðisleg áreitni fékk að lifa góðu lífi innan raða samtakanna og ekki síst vegna hegðunar einræðisherrans. Katrín Tanja Davíðsdóttir deildi fréttinni á Instagram og skrifað við „Yuck“ eða bara „oj“ á íslensku. „Meira af ógeðslegum fréttum en þetta er þess virði að lesa til að átta sig á því á móti hverju við þurfum að berjast,“ skrifaði Katrín Tanja. Eitt það sem er mest sláandi en um leið eitthvað sem segir meira um þúsund orð um vinnuumhverfið hjá CrossFit er lykilorðið inn á netið á skrifstofu CrossFit samtakanna í San Dirego sem var það sama og hjá Greg Glassman sjálfum. Þrír fyrrum starfsmenn CrossFit samtakanna sögðu New York Times frá þessu dónalega lykilorðið eins og Mourning Chalk up vekur athygli á hér fyrir neðan. Viðtölin sýna það síðan svart á hvítu hversu mikið var um augljós og dónaleg samtöl um kvenfólk innan höfuðstöðvanna. Þar var talað um líkama kvennanna á klúran hátt og hvernig karlmennirnir, einkum Greg Glassman, vildu stunda kynlíf með þeim og hversu heppnar þær væru að hann hefði svo mikinn áhuga á þeim. View this post on Instagram Breaking news out of the New York Times diving deep inside the sexist company culture fostered by Greg Glassman. ___ #crossfit #nytimes A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Jun 20, 2020 at 2:11pm PDT Í samtölunum kom líka fram að hinn 63 ára gamli Glassman talaði ítrekað niður til kvenna, hann stundaði það að toga í föt þeirra til að sjá í brjóstin sem og að stilla símamyndvél sinni þannig að hann gat tekið mynd af brjóstum þegar konurnar ferðuðust með honum í vinnuferðum. Glassman átti það líka til að pressa konurnar að deila með sér hótelherbergi eða húsi sem hann leigði. Karlkyns starfsmenn CrossFit samtakanna áttu, samkvæmt fyrrum starfsmanni, að vera með lista í gangi með íþróttakonunum innan CrossFit þar sem þeir röðuðu þeim upp eftir því hversu mikið þeir vildu stunda kynlíf með þeim. Glassmann neitar því þó í gegnum talskonu sína. Fyrrum starfsmenn CrossFit samtakanna sögðu að ekki hafi komið til greina að kæra framkomu Glassmann af því hann væri eini eigandinn og einræðisherra innan samtakanna. Einn starfsmannanna vildi ekki koma fram undir nafni og hann kom Glassmann til varnar. „Ég vil ekki mála einhvern sem vonda manneskju af því að það sé möguleiki á því að hann líti niður á konur,“ hafði blaðamaðurinn eftir honum. Talskona CrossFit samtakanna ræddi líka við blaðakonuna og sagði að Glassman segir sjálfur að ekkert væri til í þessum ásökunum. Talskonan sjálf sagði líka að hann kæmi alltaf fram við hana sjálfa af virðingu. Talskonan hélt því einnig fram að fólk væri með þessu að reyna að lækka virði CrossFit til þess að geta auðvelda sér það að kaupa það síðar. „Fólk er að vinna af því í sameiningu að reyna að fella gengi fyrirtækisins og kaupa það síðan seinna fyrir lítið,“ sagði talskonan. Lauren Jenai, fyrrum eiginkona Glassmann, stofnaði CrossFit með honum. Hún tekur undir orð fyrrum starfsmanna CrossFit og að hún hafi verið vitni af þessu áður en hún skildi við hann árið 2013. „Hann er faðir barna minna. Mér þykir vænt um Greg og um CrossFit en það þarf að taka á þessu. Þetta er hundrað prósent satt. Þessi kynferðilega áreitni er á hverjum degi og allan daginn,“ sagði Lauren Jenai sem fékk á sínum tíma 20 milljónir dollara frá Greg Glassman fyrir eignarrétt inn á CrossFit. Talskona CrossFit heldur því fram að Lauren Jenai ætli sér að eignast CrossFit sjálf og þess vegna sé hún að tjá sig við New York Times. Það á eftir að koma í ljós hverjir eftirmálar þessarar fréttar verða en menn skilja væntanlega enn betur hörð viðbrögð Katrínar Tönju Davíðsdóttur í þessu máli. Þessu þarf að breyta og það strax í gær.
CrossFit Tengdar fréttir Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00 „Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00 Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47 Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Enn einn Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. 18. júní 2020 19:00
„Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. 15. júní 2020 12:00
Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. 12. júní 2020 22:47
Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. 15. júní 2020 09:00