Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2020 08:28 Forsætisráðherra Bretlands ávarpaði þjóðina í skugga hryðjuverkaárásar. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi. Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi.
Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33
Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44
Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47