Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2020 22:20 Vefsíðunni budardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni. Skjáskot Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna. Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal að því er fram kemur í tilkynningu frá vefsíðunni Búðardalur.is. Þá segir að forsvarsmenn síðunnar geti ekki sætt sig við þetta en þeir beri framtíð og hagsmuni Dalanna meira fyrir brjósti en núverandi sveitarstjórn virðist gera. Vefsíðunni hefur því verið lokað ásamt vefmyndavél sem hefur verið aðgengilega í Búðardal frá árinu 2011. Sigurður Sigurbjörnsson, aðal eigandi budardalur.is, segir í samtali við fréttastofu að aðal áhyggjuefnið sé hve hratt sé farið í þessar breytingar. Ekki hafi verið settar reglur um nýtingu vindorku á Íslandi og aðstandendur síðunnar séu á móti því að hægt sé að kaupa jarðir og „selja sveitarstjórn einhverja hugmynd um að sveitarfélagið græði á því mikla peninga í framtíðinni og af því skapist fjöldi starfa út af því sem þeir ætla að gera á jörðinni.“ Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti einróma á fundi sínum í dag breytingu á aðalskipulagi sem gerir það kleift að reisa vindmyllur á hluta jarðanna Sólheimum og Hróðnýjarstöðum eins og áður sagði. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Vísi og Stöð 2 undanfarnar vikur en meðal annars hefur verið greint frá því að til skoðunar er hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum. „Okkur finnst ekki tímabært að sveitarfélagið geri þetta og við skiljum ekki hvað liggur á hjá sveitarfélaginu,“ segir Sigurður. „Við höfum bara verið að óska eftir því, og við teljum okkur ekki endilega bara vera að berjast fyrir okkur. Við teljum okkur vera að berjast fyrir alla landsmenn vegna þess að ef að þetta verður að veruleika þarna er verið að skapa fordæmi.“ „Nefndu mér einhvern sem er tilbúinn að fá svona nágranna sem ætlar að byggja orkuver í bakgarðinum hjá þér. Það er enginn til í það sem ég hef hitt,“ segir Sigurður en hann á lögheimili á næsta bæ við Hróðnýjarstaði og búa foreldrar hans þar nú. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sagði á Alþingi þann 25. maí síðastliðinn það klárt mál að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum telur vindorku hins vegar ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þá hefur Fuglaverndarfélag Íslands varað við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvatt til varfærni og vandaðs umhverfismats. Þá hefur Ólafur K. Nielsen, formaður Fuglaverndarfélagsins, lýst yfir áhyggjum vegna vindmyllugarðanna.
Orkumál Dalabyggð Umhverfismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33