Umferðin á höfuðborgarsvæðinu að ná jafnvægi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júní 2020 07:00 Margir hafa lagt í ferðalög innanlands undanfarið. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð. Umferðin í viku 24, 8. - 14. júní jókst um 4,4% á milli ára á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er sú mesta fyrir eina viku það sem af er árinu. Í síðustu viku, viku 25, 15. - 21. júní minnkaði umferð um 1,4% á milli ára á sömu mælisniðum. Segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Mestu munaði í viku 24 um 6,8% aukningu á mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi. Landamærin voru opnuð í upphafi 25. viku og því er raunaukningin í 24. viku í mun meiri en tölurnar gera ráð fyrir. Það vantar nánast alla umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum í þessar tölur. Hefði erlendra ferðamanna á bílaleigubílum notið við hefði aukningin líklega orðið enn meiri. Samgöngur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð. Umferðin í viku 24, 8. - 14. júní jókst um 4,4% á milli ára á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er sú mesta fyrir eina viku það sem af er árinu. Í síðustu viku, viku 25, 15. - 21. júní minnkaði umferð um 1,4% á milli ára á sömu mælisniðum. Segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Mestu munaði í viku 24 um 6,8% aukningu á mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi. Landamærin voru opnuð í upphafi 25. viku og því er raunaukningin í 24. viku í mun meiri en tölurnar gera ráð fyrir. Það vantar nánast alla umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum í þessar tölur. Hefði erlendra ferðamanna á bílaleigubílum notið við hefði aukningin líklega orðið enn meiri.
Samgöngur Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur