Krabbamein móður einnar þeirrar bestu í heimi réði því hvar hún spilar í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 10:30 Nora Mörk í leik með norska landsliðinu í handbolta en liðið hans Þóris Hergeirssonar hefur saknað hennar mikið í meiðslunum. Getty/Lukasz Laskowski/ Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni. Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni.
Handbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira