Umfangsmiklar breytingar á heimaskjám síma Apple Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 08:55 Tim Cook, forstjóri Apple á ráðstefnunni í gær. AP/Brooks Kraft Apple kynnti í gær ýmsar nýjungar á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Sú nýjung sem hefur þó vakið hvað mesta athygli er iOS 14, nýtt stýrikerfi Apple fyrir snjallsíma. Ráðstefnunni, WWDC, var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fer alfarið fram á netinu. Hún hófst á kynningu Apple þar sem nýja stýrikerfið var kynnt. Sambærilegar útgáfur stýrikerfa annarra tækja Apple voru sömuleiðis kynntar auk nýrra örgjörva fyrir tölvur Apple. Hér að neðan má sjá myndband þar sem MacWorld er búið að taka saman það helsta sem fram kom í kynningunni í gær. Samkvæmt tilkynningu frá Apple eru ákveðin tímamót fólgin í iOS 14 og segir að um stærstu breytingu á heimaskjá síma Apple frá upphafi sé að ræða. Notendur munu nú geta gert umtalsverðar breytingar á heimaskjánum og stilla hann eftir eigin þörfum. Endurbætur hafa verið gerðar á sendingum skilaboða til vina og samskipti í gegnum FaceTime og hefðbundin símtöl. Notendur iPhone munu nú geta horft á myndband eða tekið símtal á meðan þeir nota annað app. Þá mun stýrikerfið bjóða upp á nýja möguleika varðandi þýðingu Apple stefnir á að halda opna betaprufu í lok júlí og gefa svo iOS 14 út í haust. Líklegt þykir að það verði gert samhliða útgáfu iPhone 12. Hér má sjá stutt myndband um helstu breytingarnar sem fylgja iOS 14. Apple Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple kynnti í gær ýmsar nýjungar á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Sú nýjung sem hefur þó vakið hvað mesta athygli er iOS 14, nýtt stýrikerfi Apple fyrir snjallsíma. Ráðstefnunni, WWDC, var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og fer alfarið fram á netinu. Hún hófst á kynningu Apple þar sem nýja stýrikerfið var kynnt. Sambærilegar útgáfur stýrikerfa annarra tækja Apple voru sömuleiðis kynntar auk nýrra örgjörva fyrir tölvur Apple. Hér að neðan má sjá myndband þar sem MacWorld er búið að taka saman það helsta sem fram kom í kynningunni í gær. Samkvæmt tilkynningu frá Apple eru ákveðin tímamót fólgin í iOS 14 og segir að um stærstu breytingu á heimaskjá síma Apple frá upphafi sé að ræða. Notendur munu nú geta gert umtalsverðar breytingar á heimaskjánum og stilla hann eftir eigin þörfum. Endurbætur hafa verið gerðar á sendingum skilaboða til vina og samskipti í gegnum FaceTime og hefðbundin símtöl. Notendur iPhone munu nú geta horft á myndband eða tekið símtal á meðan þeir nota annað app. Þá mun stýrikerfið bjóða upp á nýja möguleika varðandi þýðingu Apple stefnir á að halda opna betaprufu í lok júlí og gefa svo iOS 14 út í haust. Líklegt þykir að það verði gert samhliða útgáfu iPhone 12. Hér má sjá stutt myndband um helstu breytingarnar sem fylgja iOS 14.
Apple Tækni Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira