Við eigum samleið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. júní 2020 11:30 Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun