Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 12:56 Hanna Katrín Friðriksson kveðst bjartsýnni í dag en í gær um að það fari að losna úr þeim hnút sem uppi hafi verið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti sína síðustu ræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára á Alþingi í dag. Vísir Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira