Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Telma Tómasson skrifar 23. júní 2020 13:08 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar. Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.
Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45