Sergio Agüero frá út tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 07:00 Argentínumaðurinn mun ekki spila aftur fyrr en á næstu leiktíð. EPA-EFE/Martin Rickett Manchester City lagði Burnley að velli 5-0 á Etihad-vellinum í Manchester í fyrradag. City varð þó fyrir áfalli í leiknum en argentíski markahrókurinn Sergio Agüero fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 2-0. Nú hefur komið í ljós að hinn 32 ára gamli Agüero – sem hefur oftar en ekki verið í vandræðum með meiðsli – verður frá út tímabilið samkvæmt frétt BBC. The scans I did this morning have confirmed that I have damaged my left knee. It s a pity but I m in good spirits and so focused to come back as soon as possible. Thank you very much for all your messages!— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) June 23, 2020 Agüero hefur sjálfur tjáð sigum málið en hann er meiddur á vinstra hné. Í viðtali eftir leikinn sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, að framherjinn hefði átt í vandræðum með hnéið undanfarin mánuð. Agüero heldur til Barcelona þar sem hann mun undirgangast frekari læknismeðferð og meðhöndlun. Sóknarmaðurinn knái hefur byrjað 18 deildarleiki fyrir City á leiktíðinni og skorað í þeim 16 mörk. City gekk ágætlega án hans gegn Burnley en spurning er hvernig liðinu mun ganga gegn sterkari mótherjum. City-liðið hefur farið frábærlega af stað eftir að enska úrvalsdeildin hóf göngu sína á ný og er liðið með sex stig af sex möguleikum úr síðustu tveimur leikjum. Þá er markatala liðsins 8-0 en Ederson, markvörður City, fékk síðast á sig skot í janúar. Man City er í öðru sæti deildarinnar með 63 stig, tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar 8-0 í mörkum og 19-0 í skotum á mark. Yfirburðir lærisveina Pep Guardiola í síðustu tveimur leikjum hafa verið algjörir. 23. júní 2020 17:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Manchester City lagði Burnley að velli 5-0 á Etihad-vellinum í Manchester í fyrradag. City varð þó fyrir áfalli í leiknum en argentíski markahrókurinn Sergio Agüero fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 2-0. Nú hefur komið í ljós að hinn 32 ára gamli Agüero – sem hefur oftar en ekki verið í vandræðum með meiðsli – verður frá út tímabilið samkvæmt frétt BBC. The scans I did this morning have confirmed that I have damaged my left knee. It s a pity but I m in good spirits and so focused to come back as soon as possible. Thank you very much for all your messages!— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) June 23, 2020 Agüero hefur sjálfur tjáð sigum málið en hann er meiddur á vinstra hné. Í viðtali eftir leikinn sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, að framherjinn hefði átt í vandræðum með hnéið undanfarin mánuð. Agüero heldur til Barcelona þar sem hann mun undirgangast frekari læknismeðferð og meðhöndlun. Sóknarmaðurinn knái hefur byrjað 18 deildarleiki fyrir City á leiktíðinni og skorað í þeim 16 mörk. City gekk ágætlega án hans gegn Burnley en spurning er hvernig liðinu mun ganga gegn sterkari mótherjum. City-liðið hefur farið frábærlega af stað eftir að enska úrvalsdeildin hóf göngu sína á ný og er liðið með sex stig af sex möguleikum úr síðustu tveimur leikjum. Þá er markatala liðsins 8-0 en Ederson, markvörður City, fékk síðast á sig skot í janúar. Man City er í öðru sæti deildarinnar með 63 stig, tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar 8-0 í mörkum og 19-0 í skotum á mark. Yfirburðir lærisveina Pep Guardiola í síðustu tveimur leikjum hafa verið algjörir. 23. júní 2020 17:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar 8-0 í mörkum og 19-0 í skotum á mark. Yfirburðir lærisveina Pep Guardiola í síðustu tveimur leikjum hafa verið algjörir. 23. júní 2020 17:00