Senda sýnatökuteymi fyrir Norrænu til Danmerkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:42 Norræna við höfn í Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45
Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42