Bergþór Pálsson verður skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 13:16 Bergþór Pálsson er ekki á leið til Bessastaða í þetta skiptið, Hann heldur nú vestur á Ísafjörð þar sem hann mun taka við skólastjórastöðu Tónlistarskóla Ísafjarðar. Facebook Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“ Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“
Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira