Andrés Ingi segir verktaka maka krókinn grímulaust á kostnað almennings Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2020 15:40 Andrés Ingi segir að viðurkennt sé að framkvæmdir sem í er ráðist með þessum hætti kosti 20 til 30 prósentum meira en öðrum kosti og það fé renni þá í vasa einkaaðila. visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira