Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. júní 2020 10:30 Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar