Pulisic fremstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 12:30 Pulisic kemur Chelsea yfir gegn Manchester City. EPA-EFE/Paul Childs Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01