Sögðust stefna að því að vera í toppbaráttu en hafa ekki enn unnið leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 16:30 Arnar á hliðarlínunni. Vísir/Daniel Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira
Bikarmeistarar Víkings voru – og eru eflaust enn – stórhuga fyrir tímabilið. Fyrir tímabil var það gefið út að þeir stefndu á að landa þeim stóra, Íslandsmeistaratitlinum. Nú þegar liðið hefur leikið fjóra leiki, tvo á Íslandsmóti,einn í bikarkeppni og svo einn leik í meistarakeppni KSÍ, á það enn eftir að vinna leik í venjulegum leiktíma. Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar og stefna á að verja þann titil. Þá vilja þeir blanda sér í toppbaráttuna. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með liðinu frá upphafi tímabils en þeir komu inn á miðri síðustu leiktíð. Liðinu var spáð í kringum 4. til 6. sæti en Arnar sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið yrði „pottþétt ofar en þetta.“ Ingvar Jónsson kom í markið en hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár. Þá fékk liðið unga og efnilega leikmenn til liðs við sig fyrir tímabilið en það hefur einkennt stjórnartíð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara liðsins. Það virðist þó sem eitthvað eigi enn eftir að smella í Fossvoginum. Þó svo að það sé deginum ljósara að liðið er stútfullt af hæfileikum – enda með frábæra leikmenn í flestum stöðum vallarins – þá er það einnig ljóst að það vantar ákveðið krydd í leik liðsins. Guðmundur Andri Tryggvason skoraði sjö mörk í 16 leikjum í deildinni á síðustu leiktíð. Hann var á láni hjá Víkingum frá IK Start í Noregi þar sem hann er í dag. Þá var Kwame Quee einnig á láni frá Breiðabliki en hann skoraði fjögur mörk í 12 leikjum. Guðmundur Andri í bikarúrslitaleiknum gegn FH á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Þarna eru 11 mörk af þeim 37 sem Víkingar skoruðu horfin á braut sem og einu náttúrulegu vængmenn liðsins. Arnar notaði reyndar mikið 4-4-2 leikkerfi með tígul miðju þegar fór að líða á síðast sumar. Þá var Guðmundur Andri oftar en ekki með Óttari Magnúsi í fremstu víglínu en Guðmundur var þó mikið vinstra megin á vellinum og keyrði síðan þaðan á vörn mótherjanna. Þó Víkingar hafi endaði í 7. sæti deildarinnar þá voru þeir samt sem áðru aðeins einu stigi frá ÍA sem endaði í 10. sæti. Líkt og áður sagði hafa Víkingar leikið fjóra leiki án þess að landa sigri í venjulegum leiktíma. Liðið tapaði 1-0 gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn var ekki ekkert endilega illa leikinn af hálfu Víkinga en þeir lentu í miklum vandræðum með pressu KR í upphafi og áttu svo einkar erfitt með að brjóta þá niður eftir að þeir lentu undir. Úr leik Víkings og KR í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Óttar Magnús kom þeim yfir með marki úr aukaspyrnu gegn Fjölni en það dugði skammt. Nýliðarnir jöfnuðu í síðari hálfleik og þar við sat. Liðið gerði markalaust jafntefli við KA á Akureyri í leik sem Tómas Ingi Tómasson – sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar – var langt því frá sáttur með. Þá þurfti liðið mark í uppbótartíma til að tryggja sér framlengingu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík í Mjólkurbikarnum. Víkingar voru svo manni fleiri í 18 mínútur í framlengingunni eftir að James Dale var vikið af velli í liði Ólsara. Þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér sigur og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þó sumarið sé rétt að hefjast er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lið sem hefur aðeins skorað tvö mörk á 390 mínútum, þá er uppbótartími ekki talinn með, geti barist um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu þrír leikir Víkings eru svo FH (H), Valur (Ú) og KR (H). Það er ljóst að erfitt verkefni bíður Víkinga en nú er bara að standa við stóru orðin.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Sjá meira