Minn forseti Þorvaldur Daníelsson skrifar 26. júní 2020 17:01 Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Þorvaldur Daníelsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun