Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Norwich en United þurfti framlengingu til.
Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á 51. mínútu var það Odion Ighalo sem skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna.
Þeir jöfnuðu þó metin stundarfjórðungi fyrir leikslok er Todd Cantwell skoraði með góðu skoti. Allt var jafnt að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.
United skráði sig í sögubækurnar í framlengingunni því þeir urðu fyrsta liðið til þess að gera sex breytingar en það varð fyrst leyfilegt nú í haust; fimm breytingar í venjulegum leiktíma og ein í framlengingu.
Wednesday: Ole Gunnar Solskjær becomes first ever manager to make a quintuple substitution in a PL game.
— Squawka News (@SquawkaNews) June 27, 2020
Saturday: Ole Gunnar Solskjær becomes first manager to make six substitutions in a competitive game.
This is Ole's world and we're just living in it. pic.twitter.com/JJ4SUDcgWI
Leikmenn United voru einum manni fleiri frá 88. mínútu eftir að Timm Klose var sendur í sturtu fyrir að brjóta á Ighalo á 88. mínútu sem var að sleppa einn í gegn.
Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en á 118. mínútu er Harry Maguire, fyrirliði United, nánast tæklaði boltann í netið eftir darraðadans.
United því fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þrír leikir eru á morgun. Sheffield United spilar við Arsenal, Chelsea sækir Leicester heim og Manchester City mætir Newcastle á útivelli.
Most FA Cup semi-final appearances:
— Squawka Football (@Squawka) June 27, 2020
Man Utd (30)
Arsenal (29)
Everton (26)
Liverpool (24)
Man Utd become the first team to reach the final four on 30 occasions. pic.twitter.com/rRnnz8QXo1
Allir leikirnir verða í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun.