Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia þegar liðið fékk Genoa í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Birkir og félagar byrjuðu leikinn af krafti og náðu 2-0 forystu á fyrstu 13 mínútunum en Birkir lagði upp mark Semprini á 13.mínútu.
Iago Falque minnkaði muninn fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu á 38.mínútu.
Gestirnir fengu aðra vítaspyrnu á 70.mínútu og þá steig Andrea Pinamonti á vítapunktinn og jafnaði metin.
Birki var skipt af velli á 83.mínútu en fall blasir við Brescia þar sem liðið er á botni Serie A og vann síðast leik í desember.