Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2020 19:00 Pólverjar á Íslandi kusu sér forseta í sendiráðinu í dag vísir/einar Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard. Pólland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard.
Pólland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira