Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2020 23:08 Jóhannes Karl var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu dómaratríósins í leiknum gegn KR. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna fyrir KR, 1-2, í kvöld. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga og skaut á leikstíl KR-inga. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við eiga að fá meira út úr leiknum, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn þar sem við sköpuðum okkur mjög góð færi til að skora. Beitir [Ólafsson] varði tvisvar vel og Stefán Teitur [Þórðarson] skaut yfir úr dauðafæri. Því miður datt þetta ekki með okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leik. ÍA komst yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki Steinars Þorsteinssonar. Það kveikti hins vegar í KR sem svaraði með tveimur mörkum. „Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er að stóru leyti sáttur við sóknar- og varnarleikinn okkar en því miður eru KR-ingar líka með góða einstaklinga.“ Einar Ingi Jóhannsson dæmdi afar ódýra vítaspyrnu á ÍA undir lok leiks en hún fór í súginn. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. „Það var bara enn eitt vafaatriðið þar sem mér fannst dómaratríóið vera rosalega sátt með að dæma í hag KR. Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag,“ sagði Jóhannes Karl. „Það voru fullt af vafaatriðum. Bjarki Steinn [Bjarkason] var negldur niður fyrir framan vítateig KR. Boltinn fór inn á miðjuna þar sem Sindri [Snær Magnússon] fór í tæklingu og fékk dæmt á sig brot og gult spjald. Öll vafaatriði duttu með KR.“ Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna fyrir KR, 1-2, í kvöld. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga og skaut á leikstíl KR-inga. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við eiga að fá meira út úr leiknum, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn þar sem við sköpuðum okkur mjög góð færi til að skora. Beitir [Ólafsson] varði tvisvar vel og Stefán Teitur [Þórðarson] skaut yfir úr dauðafæri. Því miður datt þetta ekki með okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leik. ÍA komst yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki Steinars Þorsteinssonar. Það kveikti hins vegar í KR sem svaraði með tveimur mörkum. „Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er að stóru leyti sáttur við sóknar- og varnarleikinn okkar en því miður eru KR-ingar líka með góða einstaklinga.“ Einar Ingi Jóhannsson dæmdi afar ódýra vítaspyrnu á ÍA undir lok leiks en hún fór í súginn. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. „Það var bara enn eitt vafaatriðið þar sem mér fannst dómaratríóið vera rosalega sátt með að dæma í hag KR. Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag,“ sagði Jóhannes Karl. „Það voru fullt af vafaatriðum. Bjarki Steinn [Bjarkason] var negldur niður fyrir framan vítateig KR. Boltinn fór inn á miðjuna þar sem Sindri [Snær Magnússon] fór í tæklingu og fékk dæmt á sig brot og gult spjald. Öll vafaatriði duttu með KR.“
Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30