Laxá í Dölum með 15 laxa opnun Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2020 09:48 Stefán Sigurðsson með 96 sm lax úr Kristnapolli í Laxá í Dölum Mynd: Harpa Hlín Þórðardóttir Nú eru síðustu árnar að opna fyrir veiðimönnum og Laxá í Dölum er ein af þeim sem opnar á þessum tíma en hún fór heldur betur vel af stað. Áin er í gullfallegu vatni og það er greinilegt að töluvert af laxi þegar gengin því stærsti laxinn sem kom á land í hollinu var 96 sm hængur sem Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters veiddi í Kristnapolli og það er greinilegt að sá hefur verið í ánni í alla vega mánuð. "Það er reglulega gaman að opna Laxá í Dölum við svona góð skilyrði og svo ég tali ekki um þegar það er fiskur komin um alla á" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi í morgun. Fyrir utan þennan flotta hæng sem Stefán fékk þá komu nokkrir vænir tveggja ára laxar á land og þar á meðal þessi gullfallega hrygna sem eiginkona Stefáns, Harpa Hlín Þórðardóttir setti í og landaði. Þær verða varla fallegri hrygnurnar en þetta. Það hefur verið erfitt í gegnum tíðina að komast að í dölunum en samkvæmt Stefáni eru tvær stangir lausar hjá honum vegna forfalla 12-14. júlí og betri tíma er erfitt að fá í Laxá í Dölum þegar menn eru að sækjast í væna nýgegna laxa. Harpa Hlín með fallega hrygnu úr Laxá í DölumMynd: Stefán Sigurðsson Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Nú eru síðustu árnar að opna fyrir veiðimönnum og Laxá í Dölum er ein af þeim sem opnar á þessum tíma en hún fór heldur betur vel af stað. Áin er í gullfallegu vatni og það er greinilegt að töluvert af laxi þegar gengin því stærsti laxinn sem kom á land í hollinu var 96 sm hængur sem Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters veiddi í Kristnapolli og það er greinilegt að sá hefur verið í ánni í alla vega mánuð. "Það er reglulega gaman að opna Laxá í Dölum við svona góð skilyrði og svo ég tali ekki um þegar það er fiskur komin um alla á" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi í morgun. Fyrir utan þennan flotta hæng sem Stefán fékk þá komu nokkrir vænir tveggja ára laxar á land og þar á meðal þessi gullfallega hrygna sem eiginkona Stefáns, Harpa Hlín Þórðardóttir setti í og landaði. Þær verða varla fallegri hrygnurnar en þetta. Það hefur verið erfitt í gegnum tíðina að komast að í dölunum en samkvæmt Stefáni eru tvær stangir lausar hjá honum vegna forfalla 12-14. júlí og betri tíma er erfitt að fá í Laxá í Dölum þegar menn eru að sækjast í væna nýgegna laxa. Harpa Hlín með fallega hrygnu úr Laxá í DölumMynd: Stefán Sigurðsson
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði