„Mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2020 09:00 Martin á lestarstöðinni í Berlín í fyrradag. vísir/getty Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“ Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Ekki liggur enn fyrir hvar Martin Hermannsson leikur á næsta tímabili. Samningur hans við nýkrýnda Þýskalandsmeistara Alba Berlin er að renna út og félagið vill halda honum. Martin standa þó ýmsir kostir til boða. Martin ræðir við forráðamenn Alba Berlin í dag. „Þeir vilja bjóða mér nýjan samning og auðvitað skoða ég það. En það er margt annað spennandi í pípunum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í gær. Á sunnudaginn varð Alba Berlin Þýskalandsmeistari eftir sigur á Riesen Ludwigsburg, 74-75, í seinni úrslitaleik liðanna. Martin og félagar unnu þann fyrri, 65-88, og einvígið, 163-139 samanlagt. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Alba Berlin varð einnig þýskur bikarmeistari og auk þess að spila í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu. Martin átti marga góða leiki í EuroLeague og frammistaða hans þar vakti mikla athygli. Mörg félög vilja fá Martin í sínar raðir. „Félög hafa sett pappíra á borðið og önnur félög ætla að gera það sama. En það er enn smá tími í að ég taki endanlega ákvörðun. Það er margt mjög spennandi í boði og mörg lið sem ég væri mjög til í að spila fyrir sem hafa haft samband,“ sagði Martin. En eru meiri eða minni líkur að hann verði áfram hjá Alba Berlin? „Það er allt opið. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna og Berlín er geggjuð borg. Þetta er frábært lið og menn eru ekkert saddir þótt við höfum unnið tvöfalt. Maður finnur það alveg. Þeir vilja gera betur í EuroLeague,“ svaraði Martin. „Ég þarf að hugsa um að vera á stað þar sem ég fæ að spila og er í stóru hlutverki. Ég verð bara 26 ára á þessu ári og er enn þokkalegur ungur. Ég þarf bara að setjast niður með umboðsmanninum og fjölskyldunni og sjá hvað hentar best. En auðvitað vill maður alltaf taka næsta skref.“
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00 Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Fjörug lestarferð til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Leikmenn Alba Berlin fögnuðu þýska meistaratitlinum vel og innilega á leiðinni aftur til höfuðborgarinnar frá München. 29. júní 2020 14:00
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30