Tryggvi og Sara best á árinu Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2025 10:16 Tryggvi Snær Hlinason og Sara Rún Hinriksdóttir eru auðvitað algjörir lykilmenn í íslensku landsliðunum. Samsett/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir og Tryggvi Snær Hlinason sköruðu fram úr á meðal íslensks körfuboltafólks á árinu 2025, samkvæmt vali Körfuknattleikssambands Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Tryggvi hlýtur nafnbótina körfuknattleikskarl ársins og Sara er nú valin í fimmta sinn. Valið fer fram með kosningu stjórnar, starfsmanna og afreksnefndar KKÍ auk þjálfara karla- og kvennalandsliðanna. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna auk rökstuðnings fyrir valinu. Körfuknattleikskona ársins: Sara Rún Hinriksdóttir Danielle Rodriquez Þóra Kristín Jónsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Anna Ingunn Svansdóttir, Kolbrún María Ármannsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík Sara Rún var lykilleikmaður í liði Keflavíkur á síðasta ári sem endaði í 4 sæti Bónusdeildarinnar, en liðið féll svo út í undanúrslitum gegn Njarðvík í úrslitakeppninni í vor. Sara Rún var besti leikmaður liðsins og skoraði 18.3 stig að meðaltali í leik. Sara hefur stórbætt leik sinni á núverandi tímabili og er langstigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar með 23.2 stig í leik það sem af er tímabili. Danielle Rodriquez · Njarðvík Daniellehóf árið út í Sviss þar sem hún lék með liði Fribourg í svissnesku úrvalsdeildinni og Eurocup evrópukeppninni einnig. Danielle var valinn í annað úrvalslið svissnesku deildarinnar með 13.1 stig og 4.9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þetta tímabil gekk hún til liðs við Njarðvík og hefur hún farið mjög vel af stað með sínu nýja liði. Njarðvík er á toppnum og Dani er næst framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 19 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar Þóra Kristínvar stórkostleg með Hauka liðinu sem varð Íslandsmeistari í vor. Hún var valin besti leikmaður Íslandsmótsins á lokahófi KKÍ í mars, og leiddi svo lið sitt til titils í maí. Í úrslitakeppninni var hún með tæp 13 stig og 7 stoðsendingar, ásamt því að hitta úr 46% þriggja stiga skota sinna. Val á körfuknattleikskarli ársins 2025: Tryggvi Snær Hlinason Elvar Már Friðriksson Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði í starfrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hilmar Smári Henningsson og Martin Hermansson Tryggvi Snær Hlinason · Surne Bilbao Basket Tryggvi Snær átti stórkostlegt ár með félagsliði sínu Bilbao Basket og íslenska landsliðinu. Bilbao sigraði FIBA Europe Cup með glæsilegum sigri á PAOK frá Grikklandi í úrslitaeinvígi. Tryggvi átti sinn besta leik í undanúrslitum keppninnar, þegar hann var framlagshæstur sinna manna í sigri á Tofas frá Tyrklandi. Tryggvi var frábær fyrir íslenska landsliðið á Eurobasket í Póllandi. Hann leiddi íslenska liðið í stigaskorun og fráköstum, og var sjötti framlagshæsti leikmaður mótsins, ásamt því að enda í öðru sæti í 2 stiga skotnýtingu – á milli þeirra Giannis Antetokounpo og Nikola Jokic. Elvar Már Friðriksson · Anwil Wloclawek Elvar Már byrjaði árið í Grikklandi þar sem hann lék með Maroussi í grísku úrvalsdeildinni. Í haust færði hann sig yfir til Póllands þar sem hann hefur farið vel af stað með Anwil Wloclawek, sem sitja í 7. sæti pólsku deildarinnar þar sem Elvar er með 12 stig og 6 stoðsendingar. Elvar spilaði vel á Eurobasket í Póllandi þar sem hann endaði mótið með 12.4 stig að meðaltali í leik, næst stigahæstur íslenska liðsins. Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan Ægir Þórleiddi Stjörnuna til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils með stórkostlegri frammistöðu í úrslitakeppni Bónusdeildarinnar í vor. Ægir var bæði valinn besti leikmaður Íslandsmótsins og verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Í úrslitakeppninni skoraði Ægir 20 stig að meðaltali í leik, ásamt því að gefa rúmlega 8 stoðsendingar. Ægir Þór stóð sig með prýði á Eurobasket í Póllandi þar sem hann var fyrirliði íslenska liðsins. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir 2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir 2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2022: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2023: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2024: Tryggvi Snær Hlinason og Thelma Dís Ágústsdóttir 2025: Tryggvi Snær Hlinason og Sara Rún Hinriksdóttir Oftast valin Körfuboltamaður og Körfuboltakona ársins:* 12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015) 12 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2019) 5 Martin Hermannsson (2016, 2017, 2018, 2019, 2020) 5 Sara Rún Hinriksdóttir (2020, 2021, 2022, 2023, 2025) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Elvar Már Friðriksson (2021, 2022, 2023) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Hildur Björg Kjartansdóttir (2017, 2018) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 2 Tryggvi Snær Hlinason (2024, 2025) *Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin körfuknattleikskarl og körfuknattleikskona ársins. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Man United telur sér hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Þetta er annað árið í röð sem Tryggvi hlýtur nafnbótina körfuknattleikskarl ársins og Sara er nú valin í fimmta sinn. Valið fer fram með kosningu stjórnar, starfsmanna og afreksnefndar KKÍ auk þjálfara karla- og kvennalandsliðanna. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna auk rökstuðnings fyrir valinu. Körfuknattleikskona ársins: Sara Rún Hinriksdóttir Danielle Rodriquez Þóra Kristín Jónsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Anna Ingunn Svansdóttir, Kolbrún María Ármannsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík Sara Rún var lykilleikmaður í liði Keflavíkur á síðasta ári sem endaði í 4 sæti Bónusdeildarinnar, en liðið féll svo út í undanúrslitum gegn Njarðvík í úrslitakeppninni í vor. Sara Rún var besti leikmaður liðsins og skoraði 18.3 stig að meðaltali í leik. Sara hefur stórbætt leik sinni á núverandi tímabili og er langstigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar með 23.2 stig í leik það sem af er tímabili. Danielle Rodriquez · Njarðvík Daniellehóf árið út í Sviss þar sem hún lék með liði Fribourg í svissnesku úrvalsdeildinni og Eurocup evrópukeppninni einnig. Danielle var valinn í annað úrvalslið svissnesku deildarinnar með 13.1 stig og 4.9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þetta tímabil gekk hún til liðs við Njarðvík og hefur hún farið mjög vel af stað með sínu nýja liði. Njarðvík er á toppnum og Dani er næst framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 19 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar Þóra Kristínvar stórkostleg með Hauka liðinu sem varð Íslandsmeistari í vor. Hún var valin besti leikmaður Íslandsmótsins á lokahófi KKÍ í mars, og leiddi svo lið sitt til titils í maí. Í úrslitakeppninni var hún með tæp 13 stig og 7 stoðsendingar, ásamt því að hitta úr 46% þriggja stiga skota sinna. Val á körfuknattleikskarli ársins 2025: Tryggvi Snær Hlinason Elvar Már Friðriksson Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði í starfrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hilmar Smári Henningsson og Martin Hermansson Tryggvi Snær Hlinason · Surne Bilbao Basket Tryggvi Snær átti stórkostlegt ár með félagsliði sínu Bilbao Basket og íslenska landsliðinu. Bilbao sigraði FIBA Europe Cup með glæsilegum sigri á PAOK frá Grikklandi í úrslitaeinvígi. Tryggvi átti sinn besta leik í undanúrslitum keppninnar, þegar hann var framlagshæstur sinna manna í sigri á Tofas frá Tyrklandi. Tryggvi var frábær fyrir íslenska landsliðið á Eurobasket í Póllandi. Hann leiddi íslenska liðið í stigaskorun og fráköstum, og var sjötti framlagshæsti leikmaður mótsins, ásamt því að enda í öðru sæti í 2 stiga skotnýtingu – á milli þeirra Giannis Antetokounpo og Nikola Jokic. Elvar Már Friðriksson · Anwil Wloclawek Elvar Már byrjaði árið í Grikklandi þar sem hann lék með Maroussi í grísku úrvalsdeildinni. Í haust færði hann sig yfir til Póllands þar sem hann hefur farið vel af stað með Anwil Wloclawek, sem sitja í 7. sæti pólsku deildarinnar þar sem Elvar er með 12 stig og 6 stoðsendingar. Elvar spilaði vel á Eurobasket í Póllandi þar sem hann endaði mótið með 12.4 stig að meðaltali í leik, næst stigahæstur íslenska liðsins. Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan Ægir Þórleiddi Stjörnuna til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils með stórkostlegri frammistöðu í úrslitakeppni Bónusdeildarinnar í vor. Ægir var bæði valinn besti leikmaður Íslandsmótsins og verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Í úrslitakeppninni skoraði Ægir 20 stig að meðaltali í leik, ásamt því að gefa rúmlega 8 stoðsendingar. Ægir Þór stóð sig með prýði á Eurobasket í Póllandi þar sem hann var fyrirliði íslenska liðsins. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir 2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir 2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2022: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2023: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2024: Tryggvi Snær Hlinason og Thelma Dís Ágústsdóttir 2025: Tryggvi Snær Hlinason og Sara Rún Hinriksdóttir Oftast valin Körfuboltamaður og Körfuboltakona ársins:* 12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015) 12 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2019) 5 Martin Hermannsson (2016, 2017, 2018, 2019, 2020) 5 Sara Rún Hinriksdóttir (2020, 2021, 2022, 2023, 2025) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Elvar Már Friðriksson (2021, 2022, 2023) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Hildur Björg Kjartansdóttir (2017, 2018) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 2 Tryggvi Snær Hlinason (2024, 2025) *Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin körfuknattleikskarl og körfuknattleikskona ársins.
Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir 2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir 2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir 2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir 2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2022: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2023: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir 2024: Tryggvi Snær Hlinason og Thelma Dís Ágústsdóttir 2025: Tryggvi Snær Hlinason og Sara Rún Hinriksdóttir
Oftast valin Körfuboltamaður og Körfuboltakona ársins:* 12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015) 12 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2019) 5 Martin Hermannsson (2016, 2017, 2018, 2019, 2020) 5 Sara Rún Hinriksdóttir (2020, 2021, 2022, 2023, 2025) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Elvar Már Friðriksson (2021, 2022, 2023) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Hildur Björg Kjartansdóttir (2017, 2018) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 2 Tryggvi Snær Hlinason (2024, 2025) *Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin körfuknattleikskarl og körfuknattleikskona ársins.
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Man United telur sér hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira